Skip to content
Home » Ungbarnakveisa (óværð)

Ungbarnakveisa (óværð)

    ungbarnakveisa

    Hvað er ungbarnakveisa?

    Ungbarnakveisa (ungbarnaóværð, óværð; enska, ”infant colic“) lýsir sér með endurteknum og langdregnum grátköstum á fyrstu vikum og mánuðum ævinnar sem foreldrar geta ekki með nokkru móti komið í veg fyrir eða stöðvað. Einkenni eru nánast alltaf gengin yfir við 3 mánaða aldur og alltaf þegar 5-6 mánaða aldri er náð. Foreldrar lýsa því oft að grátur vegna kveisu sé allt öðruvísi en annar grátur sama barns.

    Dæmigerð ungbarnakveisa lýsir sér með grátköstum sem takmörkuð eru við seinnipart dags og á kvöldin. Mörg börn eru hins vegar með ódæmigerða ungbarnakveisu þar sem þau eru vansæl og sofa bæði of lítið og illa stóran hluta sólarhringsins. Börn með fæðuóþol/ofnæmi hafa oftar ódæmigerð einkenni ungbarnakveisu og gráta iðulega mun stærri hluta sólarhringsins.

    Hvernig er ungbarnakveisa greind?

    Ungbarnakveisa er greind hjá barni með dæmigerð einkenni eftir að læknir er þess fullviss að ekkert annað ami að barninu. Barnið vex og þroskast nánast alltaf eðlilega en útiloka þarf bráð veikindi. Börn með ódæmigerða ungbarnakveisu fá óværðina oft seinna, þegar þau fá þurrmjólk, grauta eða aðra fæðu sem inniheldur kúamjólkurafurðir.

    Er til meðferð við ungbarnakveisu?

    Já það er til meðferð við ungbarnakveisu en mismunandi er hvaða úrræði henta best.

    Hvert leita ég þegar mig grunar að barnið mitt hafi ungbarnakveisu?

    Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hefur sérhæft sig í meðferð ungbarnakveisu. Þú hringir í síma 563-1010 og óskar eftir tíma hjá barnalækni vegna ungbarnakveisu.

    Læknar

    Helga Elídóttir

    Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmis- og lungnalækningum barna