Skip to content

Sérgreinar lækninga

Almennar barnalækningar

Almennar barnalækningar

Allir þeir barnalæknar sem starfa hjá Domus barnalæknum eru sérmenntaðir í almennum barnalækningum auk þess sem margir þeirra hafa þjálfun í undirsérgreinum barnalækninga. Almennir barnalæknar sinna öllum almennum heilsufarsvandamálum barna og unglinga á aldrinum 0-17 ára.

Fötlunarlækningar barna

Fatlanir barna

Læknar sérgreinarinnar fylgja eftir og meðhöndla börn og unglinga með fatlanir, vægari frávik í taugaþroska og tilfinningavanda. Má þar nefna þroskahömlun, einhverfu, námserfiðleika, ADHD og kvíða.

Hjartalækningar barna

Hjartalækningar barna

Þrír sérfræðingar í hjartalækningum barna vinna í hlutastarfi á stofu í Urðarhvarfi á læknastöðinni Domus barnalæknar, hver um sig einn eða tvo eftirmiðdaga í viku. Fjórði hjartalæknirinn, Ingólfur Rögnvaldsson, hefur á næstunni störf hjá Domus barnalæknum.

Lungnalækningar barna

Lungnalækningar barna

Hjá Domus barnalæknum starfar einn sérfræðingar í lungnalækningum barna. Helga Elídóttir Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmis- og lungnalækningum barna

Meltingar-, lifrar-, og næringarlækningar barna

Meltingar-, lifrar- og næringarlækningar barna

Meltingar-, lifrar- og Næringarlækningar barna greina og meðhöndla börn og unglinga með hverskyns meltingar-, lifrar- og næringarvandamál, þar með talið sjúkdóma í vélinda, görnum, lifur, gallvegum og brisi.

Nýrnalækningar barna

Nýrnalækningar barna

Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með hverskyns nýrna og þvagfæravandamál.

Ofnæmislækningar barna

Ofnæmislækningar barna

Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með ofnæmi og ofnæmissjúkdóma. Þar má nefna astma, exem, ofnæmiskvef (frjókorna- og dýraofnæmi), fæðuofnæmi, fæðuóþol, lyfjaofnæmi og þinu/ofsakláða (enska: urticaria).

Ónæmislækningar barna

Ónæmislækningar barna

Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með vanvirkni í ónæmiskerfi af meðfæddum eða áunnum toga.

Smitsjúkdómalækningar barna

Smitsjúkdómalækningar barna

Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með hverskyns sýkingar og vandamál sem tengjast smitsjúkdómum.