Skip to content
Home » Viðar Örn Eðvarðsson

Viðar Örn Eðvarðsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og nýrnalækningum barna 

Menntun og sérfræðinám

Viðar lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1987 og stundaði nám í almennum barnalækningum við Medical College of Georgia í Bandaríkjunum á árunum 1989-1992. Hann nam nýrnalækningar barna við St. Christopher´s Hospital for Children, Temple University, í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á árunum 1992-1995. Viðar lauk bandaríska sérfræðingsprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) árið 1992 og bandaríska sérfræðingsprófinu í nýrnalækningum barna (American Board of Pediatric Nephrology) árið 1995.

Störf 

Auk þess að starfa sem almennur barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi, þá er Viðar er sérfræðingur í nýrnalækningum barna við Barnaspítala Hringsins á Landspítala, og prófessor í barnalæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.

Viðar er í stjórn Domus barnalækna og Barnalæknaþjónustunnar.

Sérstök áhugasvið

Á sviði nýrnalækninga barna: Blöðru- og þvaglekavandamál bæði dag og nótt (næturvæta); almennar nýrnalækningar, nýrnasteinar, og háþrýstingur.  

Á sviði almennra barnalækninga: Hægðatregða; kviðverkir; mígreni (migrain); ungbarnaóværð (ungbarnakveisa); svefnraskanir; kvíðaröskun; sýkingar; útbrot.

Vísindarannsóknir

  1. Nýrnasteinasjúkdómur, faraldsfræði og erfðir nýrnasteinasjúkdóms.
  2. Sjaldgæfar orsakir nýrnasteina og kristallamiðlaður nýrnaskaði og nýrnabilun.
  3. Blóðþrýstingur og háþrýstingur hjá íslenskum börnum og unglingum
  4. Ungbarnaóværð (ungbarnakveisa).

Móttaka sjúklinga

Á þriðjudögum frá kl. 08:30 – 16:00 og föstudögum frá 08:30 – 12:00.

Tilvísanir og tímabókanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan tveggja til fjögurra vikna, en oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga milli kl. 08:00 og 22:00. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.  

Fræðsluefni

  1. Næturvæta (e. enuresis nocturna), þegar börn pissa undir
  2. Þvaglátaskrá vegna næturvætu