Skip to content
Home » Nýrnalækningar barna

Nýrnalækningar barna

    Tveir sérfræðingar í nýrnalækningum barna vinna í hlutastarfi á stofu í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi á læknastöðinni Domus barnalæknar, hvor um sig einn og hálfan dag í viku. Þeir eru: 

    Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með hverskyns nýrna og þvagfæravandamál. Þar má telja blöðru- og þvaglekavandamál bæði dag og nótt (næturvætu, þegar börn pissa undir) og þvagfærasýkingar; meðfædd og/eða áunnin nýrnavandamál svo sem meðfædda galla á þvagfærum, nýrnasteina, bólgusjúkdóma í nýrum, blóð og prótein í þvagi, of háan blóðþrýsting og skerta nýrnastarfsemi. Læknar sérgreinarinna sinna auk þess öllum almennum heilsufarsvandamálum barna og unglinga. Fyrsta skoðun hjá sérfræðingi í nýrnalækningum barna tekur um það bil 30 mínútur þegar um nýrna- og/eða blöðruvandamál er að ræða en aðrar heimsóknir yfirleitt styttri tíma.