Skip to content
Home » Meltingar-, lifrar- og næringarlækningar barna

Meltingar-, lifrar- og næringarlækningar barna

    Tveir sérfræðingar í meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna, Einar Þór Hafberg og Úlfur Agnarsson, eru í hlutastarfi hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi.

    Einar Þór Hafberg

    Sérfræðingur í almennum barnalækningum og meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna

    Úlfur Agnarsson

    Sérfræðingur í almennum barnalækningum og meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna

    Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga með hverskyns meltingar-, lifrar- og næringarvandamál, þar með talið sjúkdóma í vélinda, görnum, lifur, gallvegum og brisi. Næring og næringarskortur er stór hluti viðfangsefna sérgreinarinnar hvort sem ástæðan er undirliggjandi sjúkdómur ( t.d. celiac sjúkdóm), erfiðleikar við fæðuinntöku eða of stutt görn ( e. short gut syndrome). Hægðatregða, hægðaleki, kviðverkir og vélindabakflæði, kyngingarörðuleikar, ofnæmissjúkdómar í vélinda og görnum (eru vaxandi vandamál) og langvinnir bólgusjúkdómar( Crohn´s sjúkdómur og Ulcertive colitis) í görnum eru algeng viðfangsefni lækna sérgreinarinnar. Meltingarlæknar gera aðgerðir á börnum í svæfingu, maga og ristilspeglun, víkkun þrenginga í meltingarvegi, lifrarástungu og ísetningu magahnappa svo eitthvað sé nefnt. Allflestir meltingarsjúkdómar í börnum þarfnast vefjasýnis til nákvæmrar sjúkdómsgreiningar sem tekin eru í svæfingu.

    Læknar sérgreinarinna eru einnig almennir barnalæknar og sinna einnig öllum almennum heilsufarsvandamálum barna og unglinga.