Sólrún Melkorka Maggadóttir
Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmis- og ónæmislækningum barna
Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með vanvirkni í ónæmiskerfi af meðfæddum eða áunnum toga. Vanvirkni í ónæmiskerfi getur leitt til vandamála svo sem endurtekinna/þrálátra, óvenjulegra eða alvarlegra sýkinga sem og sjálfsofnæmis. Læknar sérgreinarinnar eru einnig almennir barnalæknar og geta sinnt öllum almennum heilsufarsvandmálum barna og unglinga.