Skip to content
Home » Sólrún Melkorka Maggadóttir

Sólrún Melkorka Maggadóttir

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmis- og ónæmislækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Melkorka lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2005 og stundaði nám í almennum barnalækningum við University of Connecticut í Hartford í Bandaríkjunum á árunum 2008-2011. Hún nam ofnæmis- og ónæmislækningar (allergy/immunology) við Children‘s Hospital of Philadelphia (CHOP) í Bandaríkjunum á árunum 2011-2014. Melkorka lauk bandaríska sérfræðingsprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) árið 2011 og bandaríska sérfræðingsprófinu í ofnæmis- og ónæmislækningum árið 2013 (American Board of Allergy and Immunology). Melkorka er nú í doktorsnámi í krabbameins ónæmislækningum (cancer immunotherapy) við Háskólann í Oslo, Noregi (Oslo Universitetssykehus) og stundar ennfremur rannsóknir á sviði ónæmisfræði við Ónæmisfræðideild Landspítalans.

Önnur störf

Melkorka hefur starfað sem barnalæknir í Domus Medica frá árinu 2015 og hefur nú flutt lækningastofu sína í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Hún er einnig sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmislækningum við Ónæmisfræðideild Landspítalans og lektor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.

Sérstök áhugasvið

Meðfæddir/áunnir ónæmisgallar barna, fæðu- og umhverfisofnæmi, þina/urticaria, exem og astmi.

Vísindarannsóknir

  1. Meðfæddir ónæmisgallar, orsakir og erfðir.
  2. Ónæmislækningar krabbameina, þróun nýrra meðferðarmöguleika (cancer immunotherapy).
  3. Fæðuofnæmi, einkenni, þróun og erfðir
  4. Erfðafræði sjálfsofnæmissjúkdóma barna.
  5. Grunnrannsóknir á frumum ónæmiskerfisins.

Tilvísanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga á milli kl. 08:00 og 17:00. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.