Skip to content
Home » Úlfur Agnarsson

Úlfur Agnarsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna

Úlfur útskrifaðist frá  Læknadeild Háskóla Íslands árið 1978.

Hann lagði stund á sérfræðinám í almennum barnalækningum í Bretlandi 1982-1990 við Royal Hospital for Sick Children, Edinborg; Royal Hospital for Sick Children, Glasgow; Ninewells Hospital & Medical School, Dundee og síðan í meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna við Royal Alexandra Hospital for Children, Brighton við Kings College Hospital, London og við Hospital for Sick Children, Great Ormond Street, London.

Sinnt rannsóknarstörfum í Bretlandi og á Íslandi.

Úlfur hefur lengi starfað sem sérfræðilæknir á Barnaspítala Hringsins og verið umsjónarlæknir  meltingar-, lifrar- og næringarlækninga barna þar. Hann starfaði einnig lengi við ungbarnaeftirlit á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samhliða þessu starfaði hann við meltingar- og speglunardeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði til ársins 2010 ásamt því að sinna fleiri læknisstörfum við aðrar heilbrigðisstofnanir.

Úlfur rak lækningastofu í Domus Medica frá 1995-2021 og sinnti þar almennum barnalækningum en mest þó meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna.

Úlfur hefur nú opnað læknastofu hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Hann tekur á móti tilvísunum frá læknum eins og áður en tímapantanir eru alla daga í síma 563-1010.