Viðar Örn Eðvarðsson
Hjartalækningar barna
Þrír sérfræðingar í hjartalækningum barna vinna í hlutastarfi á stofu í Urðarhvarfi á læknastöðinni Domus barnalæknar, hver um sig einn eða tvo eftirmiðdaga í viku. Fjórði hjartalæknirinn, Ingólfur Rögnvaldsson, hefur á næstunni störf hjá Domus barnalæknum.
Fatlanir barna
Læknar sérgreinarinnar fylgja eftir og meðhöndla börn og unglinga með fatlanir, vægari frávik í taugaþroska og tilfinningavanda. Má þar nefna þroskahömlun, einhverfu, námserfiðleika, ADHD og kvíða.
Almennar barnalækningar
Allir þeir barnalæknar sem starfa hjá Domus barnalæknum eru sérmenntaðir í almennum barnalækningum auk þess sem margir þeirra hafa þjálfun í undirsérgreinum barnalækninga. Almennir barnalæknar sinna öllum almennum heilsufarsvandamálum barna og unglinga á aldrinum 0-17 ára.
Ungbarnakveisa (óværð)
Ungbarnakveisa (ungbarnaóværð; enska, ”infant colic“) lýsir sér með endurteknum og langdregnum grátköstum á fyrstu vikum og mánuðum ævinnar sem foreldrar geta ekki með nokkru móti komið í veg fyrir eða stöðvað.