Sérfræðingur í almennum barnalækningum
Menntun og sérfræðinám
Vignir lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2011 og stundaði nám í barnalækningum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg með sérstaka áherslu á meltingarlækningar barna. Hann hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í barnalækningum árið 2019. Eftir það starfaði Vignir við meltingar- og næringarlækningar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í tvö ár. Árið 2021 lauk hann doktorsnámi í barnalæknisfræði frá Gautaborgarháskóla með bólgusjúkdóma í meltingavegi barna sem viðfangsefni.
Önnur störf
Vignir er einnig sérfræðingur í barnalækningum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands en hann hefur umtalsverða reynslu af meltingar- og næringarvandamálum barna. Hann er ekki með eigin stofurekstur hjá Domus barnalæknum.
Sérstök áhugasvið
Vignir er almennur barnalæknir með umtalsverða reynslu af meltingar- og næringarvandamálum barna. Sérstök áhugsvið eru kviðverkir, hægðatregða, niðurgangur, bakflæði, endurtekin uppköst, ungbarnaóværð, fæðuofnæmi, næringarvandi, lystarleysi.
Vísindarannsóknir
- Bólgusjúkdómar í meltingavegi, Crohn‘s sjúkdómur og Colitis Ulcerosa
- Áhrif bólgusjúkdóma í æsku á beinþéttni hjá fullorðnum
- Endurtekin uppköst hjá börnum og unglingum (Cyclic Vomiting Disorder)
Móttaka sjúklinga
Vignir sinnir eingöngu vaktþjónustu hjá Domus barnalæknum og Barnalæknaþjónustunni en rekur ekki eigin lækningastofu þar.
Fræðsla (hlekkur)
Doktorsritgerð, Young adults with childhood-onset inflammatory bowel disease – aspects of bone mineral density, body composition and physical exercise –https://gupea.ub.gu.se/handle/2077/67345
Klínískar leiðbeiningar (á sænsku), Cyclic vomiting disorder – https://gastro.barnlakarforeningen.se/wp-content/uploads/sites/10/2021/07/Cykliska-kr%C3%A4kningar_riktlinjer_210617.pdf