Skip to content
Home » Valtýr Stefánsson Thors

Valtýr Stefánsson Thors

Valtýr S. Thors

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og smitsjúkdómalækningum barna 

Menntun og sérfræðinám 

Valtýr lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og stundaði nám í almennum barnalækningum og barnasmitsjúkdómum við Wilhelmina Barnaspítalann í Utrecht í Hollandi á árunum 2006-2011. Hann sérhæfði sig enn frekar í barnasmitsjúkdómum við Bristol Royal Hospital for Children í Bretlandi 2011-2014 auk lauk doktorsnámi við Háskólann í Bristol 2016. Valtýr hefur starfað sem barnalæknir í Domus Medica frá árinu 2014 og hefur nú flutt lækningastofu sína í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi.  

Önnur störf   

Valtýr er barnasmitsjúkdómalæknir við Barnaspítala Hringsins á Landspítala, og lektor í barnalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Valtýr er líka kennslustjóri sérnáms í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins.  

Sérstök áhugasvið  

Endurteknar og óvenjulegar sýkingar barna. Uppvinnsla ef grunur er um ónæmisgalla. Fylgikvillar sýkinga, bæði bráðar og langvinnar. Bólusetningar barna.  

Vísindarannsóknir

  1. Faraldsfræði smitsjúkdóma á Íslandi og Evrópu. 
  2. Rannsóknir á smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. 
  3. Virkni og bætt notkun bóluefna fyrir börn. 
  4. Bætt notkun sýklalyfja 

Tilvísanir 

Leitast er við að gefa öllum einstaklinga með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna, og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga milli kl. 08:00 og 17:00.