Skip to content
Home » Solveig Sigurðardóttir

Solveig Sigurðardóttir

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og fötlunum barna

Menntun og sérfræðinám

Solveig lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið 1988. Á árunum 1993-1996 stundaði hún nám í almennum barnalækningum við Rainbow Babies and Children´s sjúkrahúsið sem er tengt Case Western Reserve háskólanum í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því stundaði hún sérfræðinám í fötlunum barna við Kennedy Krieger Institute sem er tengd Johns Hopkins háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum. Solveig lauk bandaríska sérfræðiprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) 1996 og sérfræðiprófi í undirsérgreininni fatlanir barna (Neurodevelopmental Disabilities) 2001. Hún lauk doktorsprófi (PhD) frá læknadeild NTNU háskólans í Þrándheimi í Noregi vorið 2011.

Störf

Solveig hefur starfað sem barnalæknir í Domus Medica frá árinu 1999 og hefur nú flutt læknastofuna í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Hún starfar einnig á Ráðgjafar- og greiningarstöð sem er stofnun sem m.a. hefur það hlutverk að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtækar þroskaraskanir. Hún er enn fremur stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og starfar í Barnateymi við heilsugæsluna á Akranesi.

Tilvísanir

Móttökuritarar veita upplýsingar um tímabókanir í síma 563 1010 en Solveig hefur að undanförnu ekki getað tekið við nýjum tilvísunum.