Skip to content
Home » Soffía Guðrún Jónasdóttir

Soffía Guðrún Jónasdóttir

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og innkirtla- og efnaskiptalækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Soffía lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1994 og stundaði nám í almennum barnalækningum við University of Wisconsin, Madison í Bandaríkjunum á árunum 1997-2000. Hún nam innkirtla- og efnaskiptalækningar barna við Lucile Packard Children‘s Hospital, Stanford University í Californiu Bandaríkjunum á árunum 2000-2003.

Hún lauk bandaríska sérfræðingsprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) árið 1999 og bandaríska sérfræðingsprófinu í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna (American Board of Pediatric Endocrinology) árið 2003. Sérfræðingsleyfi á Íslandi og Bandaríkjunum í almennum barnalækningum frá árinu 1999 og í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna frá árinu 2003.

Störf

Auk þess að starfa sem barnalæknir og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum barna hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8 Kópavogi þá er Soffía sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum barna við Barnaspítala Hringsins á Landspítala og stundakennari í barnalæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Soffía starfaði sem sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna í Department of Pediatric Endocrinology á UCSF Benioff Children’s Hospital Oakland, Oakland Californiu frá 2003 -2010.

Vísindarannsóknir

Rannsóknir á sviði langtímaáhrifa krabbameinsmeðferðar á vöxt og þroska barna, rannsóknir á augnbotnum barna með sykursýki, ofvirkni skjaldkirtils, ofþyngd og efnaskiptavillu (metabolic syndrome).

Sérstök áhugasvið

Vöxtur og þroski barna. Kynþroski, skjaldkirtilssjúkdómar, sjúkdómar i heiladingli og nýrnahettum. Litningafrávik sem og þyngdarvandamál og sykursýki barna.

Tímapantanir í síma 563-1010 alla virka daga.