Skip to content
Home » Smitsjúkdómalækningar barna

Smitsjúkdómalækningar barna

    Fjórir sérfræðingar í smitsjúkdómalækningum (sýkingum) barna vinna í hlutastarfi á stofu í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi á læknastöðinni Domus barnalæknar. Þeir eru:

    Læknar sérgreinarinnar greina og meðhöndla börn og unglinga á aldrinum 0-17 ára með hverskyns sýkingar og vandamál sem tengjast smitsjúkdómum. Þar má telja börn með óvenjulega mikið af almennum sýkingum, börn með óvenjulegar sýkingar eða sögu um alvarlegar sýkingar. Einnig sinna læknarnir ráðleggingum um bólusetningar, bæði þeim sem eru í almennu skema á heilsugæslu en einnig um aðrar bólusetningar sem kunna að vera í boði á hverjum tíma. Læknar sérgreinarinna eru einnig almennir barnalæknar og sinna því öllum almennum heilsufarsvandamálum barna og unglinga.