Sérfræðingur í almennum barnalækningum og nýrnalækningum barna
Menntun og sérfræðinám
Sindri lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1998 og stundaði nám í almennum barnalækningum við Drottning Silvias barnsjukhus, Sahlgrenska, Gautaborg, Svíþjóð frá 2001-2005. Var áfram þar við nám og störf við nýrnalækningar barna þar til hann hóf störf á Barnaspítala Hringsins árið 2012.
Önnur störf
Sindri hefur samhliða starfi á Barnaspítala Hringsins starfað sem barnalæknir í Domus Medica frá árinu 1995 og hefur nú flutt lækningastofu sína í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Sindri er sérfræðingur í nýrnalækningum barna við Barnaspítala Hringsins á Landspítala, og stundakennari í barnalæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.
Sérstök áhugasvið
Á sviði nýrnalækninga barna: Þvagfærasýkingar, blöðru- og þvaglekavandamál, meðfæddir nýrnagallar.
Á sviði almennra barnalækninga: Hægðatregða, kviðverkir, smitsjúkdómar.
Vísindarannsóknir
- Þvagfærasýkingar ungbarna
Móttaka sjúklinga
Opið fyrir móttöku miðvikudaga og eftir hádegi fimmtudaga.
Tilvísanir
Leitast er við að gefa öllum einstaklinga með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna, og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga milli kl. 08:00 og 22:00. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.
Fræðsluefni
- Næturvæta (e. enuresis nocturna), þegar börn pissa undir
- Þvaglátaskrá vegna næturvætu