Skip to content
Home » Sigurður Kristjánsson

Sigurður Kristjánsson

    Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmislækningum barna

    Menntun og sérfræðinám

    Sigurður brautskráðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1982 og fékk lækningaleyfi á Íslandi 1984 og í Svíþjóð 1986. Hann flutti til Svíþjóðar til að hefja framhaldsnám í barnalækningum 1985. Starfaði fyrsta árið í Umeå og frá 1986 til 1997 í Gautaborg við Östra Barnsjukhuset, þar sem hann varð sérfræðingur í almennum barnlækningum 1989 og svo í ofnæmislækningum barna og unglinga 1993. Starfaði síðan sem sérfræðingur í ofnæmislækningum þar í landi til 1997. Starfaði viku og viku í frítímum við barnamóttökuna í Kiruna í Norður Svíþjóð í um 20 ár. Sigurður varði doktorsritgerð sína við læknadeild Gautaborgarháskóla í September 1995, ber hún heitið: „Inflammatory mediators and treatment effects in childhood asthma and wheezing bronchitis“

    Lýsing á sérfræðináminu

    Sérnám Sigurðar í ofnæmislækningum gekk í stórum dráttum út á að vinna á ofnæmismóttöku og öðlast þannig færni í því að greina, rannsaka og sinna börnum með ýmis ofnæmisvandamál. Þar má nefna fæðuofnæmi og fæðuóþol, astma, ofnæmiskvef, urtikaria (þina), lyfjaofnæmi og afnæmingu vegna frjó- og dýraofnæmis. Einnig sinntum við, sýkingum í loftvegum, alvarlegum sjúkdómum í lungum, berklum sem voru afar sjaldgæfir. Rannsóknum í  ofnæmisjúkdómum og símenntun.

    Störf á Íslandi

    Barnalæknir við Barnaspítala Hringsins frá 1997 þar til nú (undantekning 2010-2011). Meirihluta tímans í hlutastarfi. Var í 8 ár yfirlæknir bráðamóttöku barna. Var jafnframt í 3 ár sviðstjóri Barnaspítala Hringsins. Hef starfað sem ofnæmislæknir á stofu frá 1997 með undantekningum í nokkur ár þegar ég var yfirlæknir og sviðsstjóri.

    Önnur störf

    Árin 2010-2011 starfaði Sigurður sem yfirmaður (“Sektionschef”) við Astrid Lindgrens barnaspítalann við Karolinska sjúkrahúsið. Hann var yfirmaður bráðamóttökunnar þar og smitsjúkdómalækninga – deildarinnar.

    Sérstök áhugasvið

    Sigurður hefur mikla reynslu af almennum barnalækningum og af því að sinna ýmsum vandamálum því tengdu, sérlega sýkingum í loftvegum og meltingarvegi. Sigurður hefur séstakan áhuga á ónæmisfæði sem tengist ofnæmisjúkdómum barna.

    Vísindarannsóknir

    Sigurður  hefur stundað vísindarannsóknir allan sinn starfsaldur. Hefur birt um 35 greinar. Flestar í erlendum ritrýndum vísindaritum. Hann er fyrsti eða annar höfundur í langflestum þeirra. Sigurður hefur haldið fjölda fyrirlestra eða kynnt veggspjöld á erlendum og íslenskum læknaráðstefnum.