Sérfræðingur í barnaskurðlækningum
Starfssvið
Allar almennar barnaskurðlækningar svo sem kviðslit í nafla eða nára. Þvagfæravandamál barna svo sem forhúðarvandamál, vökvi í pung, dag og/eða næturvæta. Meltingarvandamál barna svo sem kviðverkir og bakflæði. Önnur vandamál svo sem fæðingablettataka, fjarlægja vörtur, inngrónar neglur og fleira.
Nám og starfsreynsla
Kandídatspróf frá Háskóla Íslands 1993. Sérfræðiréttindi í almennum skurðlækningum árið 2001 og sérfræðiréttindi í barnaskurðlækningum 2002. Doktorspróf frá Háskóla Íslands 2016.
Sérnám við Háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi og við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Auk þess að starfa hjá Domus barnalæknum þá er Orri sérfræðingur í barnaskurðlækningum á Barnaspítala Hringsins, Landspítala.
Tímapantanir alla virka daga í síma 563-1010.