Skip to content
Home » Ólafur Gísli Jónsson

Ólafur Gísli Jónsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og blóð- og krabbameinslækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Ólafur lauk kandidatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands 1980. Almennt lækningaleyfi á Íslandi 1982. Sérnám í almennum barnalækningum við Washington University / St. Louis Children´s Hospital í Bandaríkjunum 1984-1987 og frekara framhaldsnám í blóð- og krabbameinslækningum barna við University of Texas Southwestern Medical Center / Children´s Medical Center í Dallas, Texas, Bandaríkjunum 1987-1990. Lauk bandaríska sérfræðingsprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) árið 1988 og bandaríska sérfræðingsprófinu í blóð- og krabbameinslækningum barna (American Board of Pediatric Hematology-Oncology) árið 1990. Sérfræðingsleyfi á Íslandi í almennum barnalækningum 1988 og í blóð- og krabbameinslækningum barna 1992.

Störf

Sérfræðilæknir við barnadeild Landakotsspítala 1990-1995 og við Barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi 1995-2000. Frá árinu 2000 sérfræðingur í barnalækningum og blóð- og krabbameinslækningum barna við Barnaspítala Hringsins. Stundakennari frá 1995 og síðan aðjúnkt í barnalæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands.

Stofurekstur í almennum barnalækningum og blóðsjúkdómum frá 1990 á Læknastöð Vesturbæjar og frá 1995 í Domus Medica. Formaður Barnalæknaþjónustunnar í Domus Medica frá stofnun árið 1995. Ólafur sinnir vaktþjónustu hjá Domus barnalæknum en rekur ekki lengur eigin lækningastofu. Stjórnarformaður Domus barnalækna ehf. í Urðarhvarfi 8 frá stofnun fyrirtækisins árið 2021.

Vísindarannsóknir

Í stjórn NOPHO (Nordic Society of Pediatric Hematology-Oncology) frá 1992 og á vegum þeirra samtaka þátttakandi í margs konar rannsóknum og meðhöfundur fjölmargra vísindagreina í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum barna

Móttaka sjúklinga

Ólafur sinnir vaktþjónustu um kvöld og helgar hjá Domus barnalæknum og Barnalæknaþjónustunni en rekur ekki eigin lækningastofu.