Skip to content
Home » Michael Valur Clausen

Michael Valur Clausen

Michael Valur Clausen

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmislækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Michael lauk kandidatsprófi  frá Háskóla Íslands 1987 og stundaði nám í almennum barnalækningum og ofnæmislækningum barna og unglinga á Kärnsjúkhuset í Skövde og Östra sjúkrahúsinu í Gautaborg 1989-1994. Hann öðlaðist réttindi sem almennur barnalæknir árið 1993 og í ofnæmislækningum barna og unglinga 1997.

Störf 

Auk þess að starfa sem almennur barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmislækningum barna hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi, þá hefur Michael síðan 1999 starfað sem sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins og frá árinu 2002 einnig á Göngudeild ofnæmislækninga á Landspítalanum. Michael  starfaði með hléum á Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri á árunum 1994-1999.

Vísindarannsóknir

Michael hefur verið virkur í vísindarannsóknum frá 1998 og tekið þátt í mörgum fjölþjóðarannsóknum á sviði ofnæmissjúkdóma auk annarra vísindarannsókna á Íslandi.  

Móttaka sjúklinga

Á þriðjudögum frá kl. 08:15 – 16:00.  

Tilvísanir og tímabókanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan tveggja til fjögurra vikna, en oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga milli kl. 08:00 og 22:00. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.

Fræðsluefni https://www.youtube.com/channel/UCtuXdnyi06rtloWnHo-UhJw