Skip to content
Home » Kolbeinn Guðmundsson

Kolbeinn Guðmundsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og innkirtla- og efnaskiptalækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Kolbeinn lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1989 og stundaði nám í almennum barnalækningum við University of Connecticut í Bandaríkjunum á árunum 1992-1995. Hann nam innkirtla- og efnaskiptalækningar barna við Boston Children´s Hospital, Harvard Háskóla, Boston í Bandaríkjunum á árunum 1995-1999. Hann lauk bandaríska sérfræðingsprófinu í almennum barnalækningum (American Board of Pediatrics) árið 1995 og bandaríska sérfræðingsprófinu í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna (American Board of Pediatric Endocrinology) árið 1999.

Önnur störf 

Kolbeinn hefur starfað sem barnalæknir í Domus Medica frá árinu 2004 og hefur nú flutt lækningastofu sína í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Samhliða læknisstörfum var Kolbeinn yfirlæknir Lyfjastofnunar og fulltrúi Íslands hjá Evrópsku Lyfjastofnuninni (EMA) frá árinu 2010 og varaformaður vísindaráðgjafanefndar þeirrar stofnunar frá 2016. Í lok árs 2021 flutti hann sig um set og er nú framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Svissneska Lyfjafyrirtækinu Idorsia.

Kolbeinn starfaði sem yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptalækninga barna við Rikshospitalet í Oslo 1999-2004. Hann starfaði í hlutastarfi sem sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna við Barnaspítala Hringsins frá 2007-2020.

Sérstök áhugasvið

Vöxtur og þroski barna. Sérstaklega sjúkdómar i heiladingli og nýrnahettum sem og þyngdarvandamál og sykursýki barna.

Tilvísanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna, og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.