Skip to content
Home » Ingunn Ósk Ólafsdóttir

Ingunn Ósk Ólafsdóttir

    Sérfræðingur í barnalækningum

    Menntun og sérfræðinám

    Ingunn lauk kandídatsprófi fá Kaupmannahafnarháskóla árið 2006 og stundaði sérnám í
    almennum barnalækningum á Glostrup Hospital i Kaupmannahöfn og við Háskólasjúkrahúsið á Skáni í Svíþjóð 2008 til 2014. Ingunn starfaði á Háskólasjúkrahúsinu á Skáni, Svíþjóð frá 2010 til 2024. 2015 til 2018 bar Ingunn læknisfræðilega ábyrgð á bráðamóttöku barna í Malmö og hefur unnið sem barnabráðalæknir þó svo að sú undirsérgrein sé enn ekki formlega til á norðurlöndum. Ingunn var meðstofnandi fyrsta sænska barna bráðalæknafélagsins og var stjórnarmeðlimur þar í nokkur ár.
    Sem sérfræðingur hefur Ingunn einnig starfað á smitsjúkdómadeild barna og sinnt margvíslegum kennslustörfum. 2022 til 2024 Starfaði Ingunn á almennri göngudeild barna og göngudeild fyrir ofnæmissjúkdóma barna. 2023 til 2024 stundaði Ingunn nám meðfram vinnu, á vegum Háskólasjúkrahússins í Gautaborg og lauk fyrsta árinu af tveimur í sérhæfingu í Almennum barnalækningum

    Störf 

    Ingunn hefur tekið sér hlé frá störfum sýnum á Háskólasjúkrahúsinu á Skáni til þess að
    starfa á Íslandi um skeið.

    Sérstök áhugasvið

    Bráðalækningar barna, smitsjúkdómar barna.
    Á sviði almennra barnalækninga: Meltingarsjúkdómar, þrálátir kviðverkir, næringar og
    vaxtarvandamál, ofnæmi, eksem, astmi, járnskortur.

    Hefur stundað vísindarannsóknir á sviði meltingasjúkdóma barna.

    Móttaka sjúklinga

    Mánudagar 8:30-15:00, Þriðjudagar 12:40-1620, Miðvikudagar 12:45-16:00, Fimmtudagar
    8:30-12:00

    Tilvísanir og tímabókanir

    Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan tveggja til
    fjögurra vikna, en oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án
    tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá
    heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.

    Fræðsluefni

    1. Hægðartregða hjá börnum
    2. Kvefastmi hjá börnum
    3. Járnskortur hjá börnum