Skip to content
Home » Guðrún Scheving Thorsteinsson

Guðrún Scheving Thorsteinsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Menntun og sérfræðinám

Guðrún lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og stundaði nám í almennum barnalækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkólmi, Svíþjóð á árunum 2003 til 2008. Hún hlaut íslensk sérfræðiréttindi í barnalækningum í mars 2008. Tímabilið 2008 til 2010 starfaði Guðrún sem sérfræðingur í almennum barnalækningum við astma og ofnæmisdeild barnaspítalans á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í fullu starfi en á árunum 2010-2015 í hlutastarfi og starfaði þá jafnframt sem almennur barnalæknir á Íslandi.

Störf  

Guðrún starfaði sem barnalæknir í Domus Medica frá því í júlí 2010 en hefur nú flutt lækningastofu sína í Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi. Hún starfaði frá jún 2010-des 2021 tvo til fjóra daga í mánuði sem sérfræðingur í almennum barnalæknum við heilsugæsluna á Akranesi og sinnti þar bæði ungbarnaeftirliti og almennri móttöku fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Hún hefur frá árinu 2010 einnig starfað sem sérfræðingur í hlutastarfi í almennum barnalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Guðrún starfaði á Þroska og hegðunarstöðinni á árunum 2016-2017. Einnig hefur hún starfað sem barnalæknir hjá Sól ehf, greiningar og meðferðarstöð fyrir börn með þroska og geðraskanir frá árinu 2017 fram til dagsins í dag. Á árunum 2014-2019 starfaði Guðrún sem almennur barnalæknir og einnig við astma og ofnæmislækningar á sjúkrahúsinu í Hudiksvall í Svíþjóð í nokkrar vikur á ári hverju.

Sérstök áhugasvið 

ADHD, kvíði, almennar barnalækningar

Tilvísanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna, og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.