Skip to content
Home » Geir Friðgeirsson

Geir Friðgeirsson

Séfræðingur í almennum barnalækningum

Menntun, sérfræðinám og starfsferill

Geir lauk kandidatsprófi frá Læknadeild H.Í. í febrúar 1974 og tók amerískt útlendingapróf (ECFMG) í janúar 1974. Hann stundaði nám í almennum barnalækningum við Centrallasarettet (nú Mälarsjukhuset) í Eskilstuna Svíþjóð 1975-1980. Hann var við framhaldsnám við Östra sjukhuset (háskólasjúkrahús) í Gautaborg Svíþjóð 1980-1981 m.a. í 6 mánuði á svæfinga- og gjörgæsludeild fyrir börn og unglinga, og um tíma einnig á nýburadeildum og krabbameinsdeildum fyrir börn. Hann starfaði 1981-1982 við Sjúkrahúsið á Húsavík m.a. við svæfingar o.fl. Starfaði sem sérfræðingur við barnadeild FSA (núna SAK) á Akureyri 1982-1997, var fræðslustjóri lækna þar í 10 ár. Vann sem séfræðingur (overlege) við Fylkissjúkrahúsið í Lillehammer og Sentralsjukhuset í Akershus í Noregi 1997-1998 (háskólasjúkrahús), við HSU Selfossi 1998-2001 m.a annars við svæfingar og sem yfirlæknir lyflækninga um tíma. Hann var stundakennari við Háskólann á Akureyri 1990-1997. Geir öðlaðist sérfræðiréttindi í barnalækningum í Svíþjóð 1980, á Íslandi 1981 og Noregi 1998. Hann hefur verið sjálfstætt starfandi séfræðingur í barnalækningum á eigin stofum frá 1982, á Akureyri 1982-1997, á Selfossi 1998-2001, í Domus Medica 2001-2021 og núna í Urðarhvarfi 8, Kópavogi.

Sérstök áhugasvið

Sýkingar, kviðverkir, höfuðverkir, hægðatregða, svefnraskanir, kvíði barna og unglinga, einnig ungbarnaóværð o.fl.

Geir hefur stundað íþróttir frá barnæsku og spilaði í efstu deildum í handbolta í mörg ár. Hann spilar mikið golf enn þá, blak 2 svar í viku yfir veturna, einnig líkamsrækt og sund.

Tilvísanir  Leitast er við að gefa öllum einstaklinga með tilvísanir frá læknum tíma innan fjögurra vikna, og oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga milli kl. 08:00 og 22:00. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.