Sérfræðingur í almennum barnalækningum og meltingar-, lifrar- og næringarlækningum barna
Menntun og sérfræðinám
Einar lauk kandidatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2005 og stundaði nám í almennum barnalækningum við University of Connecticut í Bandaríkjunum á árunum 2010-2013. Meltingarlækningar nam hann við við Cincinnati Children´s Hospital árin 2013-2016. Að því búnu tók við við frekara eins-árs sérnám við Lurie Children´s Hospital of Chicago og Nortwestern Univeristy í lifarlækningum og lífrarígræðslulækningum. Einar hefur lokið bandarísku sérfræðiprófunum í öllum ofangreindum sérgreinum (American Board of Pediatrics í Pediatric, Gastroenterology og Transplant Hepatology). Að sérnámi loknu starfaði hann við sínar undirsérgreinar við Barnaspítala Vanderbilt Háskólans í Nashville Tennessee. Þar átti Einar stóran þátt í að byggja upp lifrarígræðslustarfsemi sem ekki var til staðar er hann hóf þar störf, fyrstur með sína undir- undirsérgreinarmenntun í lifrarígræðslulækninum. Sú starfsemi var ein af 5 bestu yfir öll bandaríkin hvað gæði og afdrif sjúklinga varðar og eitt af 8 stærstu, hvað fjölda aðgerða varðar, þegar hann flutti til Íslands veturinn 2021.
Sérstök áhugasvið
Lifrarsjúkdómar, fitulifur, sjálfsofnæmissjúkdómar, meðfæddir efnaskiptagallar og ónæmisgallar í lifur og görnum. Lifrarígræðslulækningar, Alagille heilkennið, progressive familial intrahepatic cholestasis (PFIC), efnaskiptavilla, eosinofil-bólgusjúkdómur í vélinda sem og sjúkdómar í brisi og arfgengar brisbólgur. Speglunaraðgerðir. Á sviði almennra barnalækninga: hægðatregða, kviðverkir, vanþrif, mjólkurpróteinofnæmi.
Vísindarannsóknir
- Lifrarígræðsla sem lækning við efnaskiptasjúkdómum
- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/myncbi/1NcY4nByvU0kZ/bibliography/public/
Tilvísanir og tímabókanir
Tímar eru eingöngu bókaðir eftir tilvísun frá heimilislækni. Ritarar stöðvarinnar hafa samband og gefa tíma. Bið eftir viðtali frá því að tlvísun berst er um það bil 3 mánuðir. Tilvísun frá heilsugæslulækni gefur afslátt af komugjaldi.