Skip to content
Home » Ari Víðir Axelsson

Ari Víðir Axelsson

Sérfræðingur í almennum barnalækningum og ofnæmislækningum barna

Menntun og sérfræðin

Ari Víðir lauk  læknaprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands 1989 og stundaði sérnám í barnalækningum við háskólasjúkrahúsið Haukeland í Bergen en hann hlaut sérfræðiviðurkenningu í almennum barnalækningum árið 1997. Hann lagði stund á sérnám í ofnæmislækningum barna við háskólasjúkrahúsið Haukeland í Bergen og hlaut þar sérfræðiviðurkenningu í ofnæmislækningum barna árið 1999.

Störf

Ari Víðir hefur starfað sem sérfræðingur í barnalækningum og ofnæmislækningum barna í Reykjavík frá árinu 1999.

Í dag starfar hann sem sérfræðingur í ofnæmislækningum barna á göngudeild ofnæmissjúkdóma á Landspítala í hlutastarfi og sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í sömu sérgrein lækninga hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi 8.

Sérstök áhugasvið

Fæðuofnæmi, og rauðkyrningabólga í vélinda (ofnæmisbólgur í  vélinda), exem, astmi,  áreynsluastmi og andnauð við áreynslu.

Móttaka sjúklinga

Mánudaga kl. 08.30-16.00, þriðjudaga 08.30-12.30, fimmtudaga 12.00-16.00 og föstudaga 08.30-12.30.

Tilvísanir

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan tveggja til fjögurra vikna, en oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.