Skip to content
Home » Helga Elídóttir

Helga Elídóttir

Sérfræðingur í almennum barnalækningum, og ofnæmis- og lungnalækningum barna

Menntun og sérfræðinám

Helga lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2003. Hún lauk sérnámi í almennum barnalækningum við Skånes Universitetssjukhus í Svíþjóð árið 2011 og í ofnæmislækningum barna árið 2013. Hún fór síðan í frekari sérhæfingu í barnalungnalækningum og tók evrópskt sérfræðipróf í þeirri grein. 

Störf

Helga var yfirlæknir barnalungnalækninga och Cystic Fibrosis (CF) Center barnasviðs við Skånes Universitetssjukhus á árunum 2014-2020. Hún flutti síðan heim til Íslands og starfar nú á Barnaspítala Hringsins auk þess sem hún starfar að hluta til á göngudeild lungnasjúkdóma fyrir fullorðna einstaklinga með slímseigjusjúkdóm(CF). Helga gekk til liðs við Domus barnalækna í Urðarhvarfi í febrúar 2022.

Sérstök áhugasvið

Langvinnir lungnasjúkdómar, endurteknar lungnabólgur, langvinnur hósti,  lungnasjúkdómur fyrirbura, meðfædd vandamál tengd öndunarvegum, astmi og ofnæmi.

Vísindarannsóknir

Helga stundar doktorsnám við Háskólann í Lundi og tengjast rannsóknir hennar slímseigjusjúkdómi (CF).

Tilvísanir og tímabókanir

Helga er með móttöku mánudaga frá kl. 08:30-16:00.

Leitast er við að gefa öllum einstaklingum með tilvísanir frá læknum tíma innan tveggja til fjögurra vikna, en oftast mun fyrr. Allir geta bókað tíma hvort heldur sem er með eða án tilvísunar frá heilsugæslulækni í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.

Fræðsluefni

Facebook hópurinn barnalæknirinn er öllum opinn og þar má finna ýmsa fræðslu.