Sigurður Einar Marelsson
Sérfræðingur í almennum barnalækningum og heila- og taugalækningum barna
Menntun og sérfræðinám
Sigurður lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2002 og stundaði nám í almennum barnalækningum við Háskólasjúkrahúsið í Lundi/Malmö, Skåne University Hospital. Hann lauk þar sérfræðinámi í heila- og taugalækningum og endurhæfingu barna árið 2012.
Önnur störf
Sigurður hefur samhliða starfi á Barnaspítala Hringsins starfað sem barnalæknir í Domus Medica. Sigurður er sérfræðingur í heila- og taugalækningum barna við Barnaspítala Hringsins á Landspítala, og stundakennari í barnalæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Sigurður hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum barnalækninga með sérstaka áherslu á heila- og taugasjúkdóma.
Móttaka sjúklinga
Þriðjudaga og fimmtudaga.
Tilvísanir
Ritarar sjá um tímabókanir eftir að tilvísun hefur borist frá heilsugæslulækni/heimilislækni. Einnig er hægt að bóka tíma í síma 563-1010 alla virka daga. Þeir sem eru með tilvísun frá heilsugæslulækni fá afslátt af komugjaldi.