Sérfræðingur í barnalækningum og gigtlækningum barna
Menntun og sérfræðinám
Kandídatspróf frá læknadeild Háskóla Íslands 2000
Sérfræðileyfi í almennum barnalækningum 2007
Sérfræðileyfi í gigtlækningum barna 2013
Doktorspróf frá Háskólanum í Gautaborg 2017
Störf
Judith vann við Drottning Silvias Barn- och ungdomssjukhus á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð á árunum 2003-2013, fyrst sem sérnámslæknir í barnalækningum og frá 2007 sem sérfræðilæknir á sviði barnagigtlækninga. Hún hefur unnið á Barnaspítala Hringins frá 2013 þar sem hún starfar í barnagigtarteymi.
Judith hefur verið hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi frá september 2023.
Vísindarannsóknir
Í doktorsnámi sínu stundaði Judith rannsóknir á sviði ónæmisfræði. Á Íslandi hefur hún rannsakað barnagigt í samstarfi við aðra fagaðila barnagigtarteymis og námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.
Tilvísanir og tímabókanir
Móttaka er miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 08:30-16:00. Leitast er við að gefa öllum þeim sem eru með tilvísanir frá læknum tíma eins fljótt og auðið er. Bóka má tíma hvort heldur með eða án tilvísunar frá heilsugæslu í síma 563-1010 alla virka daga eða á heimasíðu Domus barnalækna. Þau sem eru með tilvísun frá heilsugæslu greiða ekki komugjald.