Sérfræðingur í almennum barnalækningum
Menntun og sérfræðinám
Hjördís lauk kandídatsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2007 og stundaði nám í almennum barnalækningum við Akershus Universitetssykehus og Oslo Universitetssykehus i Osló á árunum 2011 til 2018. Samhliða sérnámi sinnti hún doktorsnámi við Háksólann í Osló með nýrnaígræðslur hjá börnum sem rannsóknarverkefni. Hún varði doktorsritgerð sína í mars 2021.
Störf
Á árunum 2018-2022 starfaði Hjördís sem barnalæknir á Oslo Universitetssykehus við nýrnalækningar barna auk þess að sinna almennum barnalækningum á vöktum. Samhliða því sinnti afleysingakennslu læknanema við Háskólann í Osló. Haustið 2022 hóf Hjördís störf við Ráðgjafar- og greiningarstöðina og sem barnalæknir hjá Domus barnalæknum í Urðarhvarfi. Hún hefur einnig leyst af sem barnalæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 2021.
Sérstök áhugasvið
Nýrnaígræðslur, háþrýstingur, þvagfærasýkingar, nýrnabólgur, þvaglekavandamál, sýkingar, fatlanir barna.
Vísindarannsóknir
PhD frá Háskólanum í Osló á sviði nýrnaígræðslna barna
Móttaka sjúklinga
Opið fyrir móttöku á fimmtudögum.